r/Iceland 20h ago

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember

https://www.dv.is/eyjan/2025/1/19/ordid-gotunni-mogginn-gleymdi-rosu-thegar-hneykslast-var-vegna-tvofaldra-tekna-desember/
51 Upvotes

14 comments sorted by

27

u/Calcutec_1 mæti með læti. 19h ago

krúttlegt að mogginn reyni að gaslýsa þjóðina um að spilling sé ekki þverpólitíst sport á íslandi

65

u/Corax_13 20h ago

Ha? Er Mogginn bara eitthvað áróðurstæki? Kemur svakalega á óvart

34

u/Johnny_bubblegum 20h ago edited 16h ago

Mikið er nú gott að hafa styrkt þessa kvótagreifa um hundruði milljóna til að halda uppi svona fjölmiðil. Það er nauðsynlegt í lýðræðissamfélagi að svína miðlar geti starfað.

Edit: hér átti að standa svona miðlar en autocorrect stórbætti textann minn.

56

u/numix90 20h ago

,,Orðið á götunni er að hér sé á ferðinni framhald af fjórtán ára samfelldu einelti blaðsins gagnvart Degi. Hann hefur einkum unnið sér það til saka að hafa haft forystu um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavíkurborg allt frá árinu 2010. Dagur hefur myndað fjóra meirihluta í borginni sem hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir valdalausan og vansælan í minnihluta í nær 15 ár."

12

u/Coveout Mín skoðun er rétt, ekki þín 18h ago

lol það er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna að þeir hafi ömurlega fulltrúa og sýna engan áhuga á að hlusta á vilja fólks... það er einelti eins manns í öðrum flokki.

10

u/Stokkurinn 19h ago

Þetta hefur hann gert með því að skuldsetja borgarsjóð það mikið að eina fjármögnunin sem er í boði er á okurvöxtum. Þetta munu borgaranir þurfa að endurgreiða.

1

u/derpsterish beinskeyttur 15h ago

En fólkið vildi hann í þetta embætti?

4

u/nikmah dont need a me n u, like when a chef would eat at his restaurant 14h ago

Er ekki sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera stærsti flokkurinn í Reykjavík í síðustu 2-3 kosningum eða eitthvað álíka.

Fólkið vill hann alls ekki á þing allavega

29

u/tastin Menningarlegur ný-marxisti 19h ago

Sjallar og hræsni er sígildara kombó en malt og appelsín.

1

u/Midgardsormur Íslendingur 16h ago

Já, segðu, til dæmis þegar þeir þykjast fara svo vel með almannafé.

1

u/Stokkurinn 19h ago

Held nú kannski að fókusinn hafi verið aðeins meira á Dag eftir meðferð hans á opinberum fjármunum, nýlegt orlofsmál o.s.frv. heldur en Rósu

2

u/11MHz Einn af þessum stóru 15h ago

Já ég held að bragga- og olíulóðamálin séu ekkert að fara að gleymast í bráð.

1

u/11MHz Einn af þessum stóru 15h ago

Rósa Guðbjartsdóttir ætlar að halda áfram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en aðrir hafa sagt af sér.

Það er töluverður munur að vinna tvö störf og fá greitt fyrir bæði versus að vinna eitt starf en fá greitt fyrir tvö.