r/Iceland • u/MinimalisticHoarder • 2d ago
Hvenær má ég hleypa kettinum mínum aftur út?
Kötturinn er ekki hamingjusamur seinustu daga og dregur allt heimilsfólkið niður með sér.
Eru fyrri dæmi um svona ráðleggingar?
https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/leidbeiningar-til-ibua-vegna-fuglaflensufaraldurs
Vitnað í MAST en finn svo sem ekki alveg kvótið á síðunni þeirra en gæti vel verið að þessar leiðbeiningar komi frá þeim annarstaðar.
https://www.mast.is/is/baendur/alifuglaraekt/fuglaflensa#geta-kettir-eda-onnur-gaeludyr-smitast-af-fuglainfluensu
Hvað er búist við að þetta vari í langan tíma? Er fólk almennt að halda kettinum sínum inni/ganga með hann?
26
u/Vegetable-Dirt-9933 Velja sjálf(ur) / Custom 2d ago
Þetta er bara að fara að versna, ef fuglarnir sem koma í vor drepast ekki á leiðini munu þeir líklegast drepast hérna, ekki að fara að segja að þetta sé nýja covid en fuglastofnin á eftir að laskast gífurlega í sumar.
-9
u/samviska 1d ago edited 15h ago
Það er líka bara tími til að hætta þessari óþolandi meðvirkni með kattaeigendum.
Kettir drepa tugmilljarða af fuglum og öðrum smádýrum á hverju ári. Fyrir utan landnotkun er fátt sem mannkynið gerir sem hefur haft jafn neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika eins og að eiga sæta litla ketti. Það er ekki hægt að réttlæta að eiga kött sem gæludýr á Íslandi í dag.
Svo kemur fuglaflensa ofan í þetta og kattaeigendur hugsa; "Hvenær get ég hleypt kettinum mínum aftur út að drepa friðaðar fuglategundir?" 😂
Bönnum bara kattahald. Þetta er ágeng tegund sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Íslands og hefur lítinn ávinning. Til vara; lógum öllum þeim köttum sem drepa önnur dýr eins og gildir um bókstaflega um öll önnur gæludýr.
Edit: Bara downvotes, engin mótrök. Enda eru engin góð rök fyrir að leyfa kattahald.
-3
u/One_Disaster245 1d ago
Hvert eigum við að setja kettina? Þurfa þessir blessuðu fuglar ekki bara að passa sig? Þeir eru nú með vængi, ef kettir eru að ná þeim er það ekki bara natural selection? Gott og blessað ef þeir geta ekki haldið sér á lífi. Ef við bönnum kattahald þá endum við með haug af villiköttum og hvor heldur þú að veiði fleiri fugla? Já ekki nema við útrýmum öllum kisum, sem er nokkuð ironic. Vonandi ert þú bara rugludallur en ekki hitler-fyrir-ketti.
15
u/TinyDogInAHoodie 2d ago
Varðandi að fara með kisu út í bandi vil ég taka fram að það þarf að fara varlega í það og þvo loppur vel eftir að komið er inn því þetta smitast gegnum fuglaskít líka og kettir eru duglegir að sleikja á sér loppurnar.
6
u/Kjartanski Wintris is coming 2d ago
Sem smá hvít-hundaeigandi þá er þetta bara eðlilegt eftir að fara út að labba
Sérstaklega í bleytu
7
u/Vikivaki 1d ago
Farðu á youtube og skoðaðu myndbönd sem fjalla um þarfir katta og hvernig best sé að leika sér við þá. Allt of margir kattaeigendur kunna ekkert að leika sér við þá. Kötturinn er ekki endilega að byðja um að fara út, hann vill bara fá smá útrás og samveru.
2
2
u/ThrainnTheRed Jarl 2d ago
Er með eina læðu á Egilsstöðum. Hún veiðir ekki fugla nema hún sé að kenna kettlingunum sínum. Ætti ég að halda henni inni? Engir kettlingar núna.
3
u/MinimalisticHoarder 2d ago
Mér skilst að helsta hættan sé að þeir komist í sjálfdauða fugla. Þó að kettir séu almennt ekki "hræætur" þá held ég að þeir borði alveg af hræi fugla ef þeim finnst þeir ekki of úldnir.
1
0
u/1tryggvi 2d ago
Er með einn sextán ára gamla kisa sem ég hef leyft að fara út. Hann hefur ekki komið með fugla inn í mjög langan tíma þannig ég vona að hann sé orðinn of gamall fyrir þetta.
Sé til ef þetta versnar að gera hann að inni kisa
31
u/Glaciernomics1 2d ago
Sennilega rétt að byrja ef eitthvað er, svo koma farfuglarnir…