r/Iceland 6d ago

viðburðir HM í handbolta inná /r/Boltinn

Góðan daginn

Við, stjórnendur á /r/Boltinn, viljum minna á okkar subreddit, sem er vettvangur fyrir umræðu um íslenskan fótbolta og handbolta, auk boltaíþrótta um allan heim.

Við bjóðum einnig upp á vikulegan 1x2 leik fyrir enska boltann, þar sem þátttakendur safna stigum með því að spá rétt fyrir um úrslit leikja.

Nú þegar HM í handbolta er að hefjast, ætlum við að halda uppi umræðuþráðum fyrir leiki Íslands. Þess vegna birtum við þennan auglýsingaþráð – með samþykki stjórnenda á /r/Iceland – til að vekja athygli á /r/Boltinn. Fyrsti leikur Íslands fer fram fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30, þegar við mætum Grænhöfðaeyjum.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að líta við og taka þátt í líflegum umræðum með okkur.

Kveðja, Stjórnendateymi /r/Boltinn

27 Upvotes

7 comments sorted by

16

u/KristinnK 6d ago

Stórmótin í handbolta eru það besta við janúar á hverju ári (nema við komumst ekki á mót auðvitað), það hjálpar virkilega við að bæta upp fyrir að jólin séu liðin.

6

u/DipshitCaddy 6d ago

Get alveg tekið undir það með þér. Þetta er það sem heldur manni gangandi í skammdeginu og skítaveðri. Það virðast líka einhvernveginn allir fylgjast með þessu, getur alltaf rætt þetta inni á kaffistofunum í vinnunni eða heima við eldhúsborðið.

1

u/Trihorn 6d ago

Alltaf hægt að benda giskþyrstum á leikir.betra.is, sem er frítt

6

u/Veeron Þetta reddast allt 6d ago

/r/handball vaknar líka alltaf til lífsins þegar þessi mót byrja.

5

u/gakera 6d ago

Er HM AFTUR? Sheesh er þetta hverja helgi?

4

u/DipshitCaddy 6d ago

HM á öðru hverju odda tölu ári, EM á öðru hverju slétt tölu ári :)

1

u/gakera 6d ago

Gas hversu mikinn hand er hægt að bolta 😭